Arnór Smárason skoraði mark Lilleström er liðið gerði 1-1 jafntefli við Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Haugesund komst yfir á tíundu mínútu en á 33. mínútu jafnaði Arnór af vítapunktinum með sínu öðru marki fyrir Lilleström síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar.
Arnór var tekinn af velli á 88. mínútu og Gary Martin sendur inn í hans stay en Lilleström er í fjórtánda sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Aron Sigurðarson spilaði í sautján mínútur fyrir Start sem gerði 1-1 jafntefli við Stromsgodset. Start er í fimmtánda sætinu með jafn mörg stig og Lilleström.
Emil Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem gerði 1-1 jafntefli við Ranheim. Sandefjord er á botninum með ellefu stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
Arnór skoraði í jafntefli
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
