Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Þjónusta Lyft nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Með framtakinu vilja forsvarsmenn Lyft varpa ljósi á þann mikla kostnað sem felst í því að reka einkabíl og vekja um leið athygli á þeim ódýru samgöngumátum sem standa almenningi til boða, svo sem almenningssamgöngum og þjónustu farveitna á borð við Lyft, Zipcar og Divy Bike. Keppnin er aðeins opin þeim fyrstu hundrað Chicagobúum sem skrá sig til leiks en hún stendur yfir frá 1. til 31. ágúst. Þátttakendur munu fá inneign upp á 300 dali í Lyft, 45 dala inneign í Divy Bike, 100 dala inneign í Zipcar og mánaðarkort í almenningssamgöngur að virði 105 dalir. „Við erum bókstaflega að biðja fólk um að losa sig við bílana sína,“ segir David Katcher, framkvæmdastjóri hjá Lyft. „Í raun erum við að veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Með framtakinu vilja forsvarsmenn Lyft varpa ljósi á þann mikla kostnað sem felst í því að reka einkabíl og vekja um leið athygli á þeim ódýru samgöngumátum sem standa almenningi til boða, svo sem almenningssamgöngum og þjónustu farveitna á borð við Lyft, Zipcar og Divy Bike. Keppnin er aðeins opin þeim fyrstu hundrað Chicagobúum sem skrá sig til leiks en hún stendur yfir frá 1. til 31. ágúst. Þátttakendur munu fá inneign upp á 300 dali í Lyft, 45 dala inneign í Divy Bike, 100 dala inneign í Zipcar og mánaðarkort í almenningssamgöngur að virði 105 dalir. „Við erum bókstaflega að biðja fólk um að losa sig við bílana sína,“ segir David Katcher, framkvæmdastjóri hjá Lyft. „Í raun erum við að veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira