Borgaryfirvöld ráðast í aðgerðir vegna vanda heimilislauss fólks Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Á aukafundi borgarráðs Reykjavíkur sem var haldinn var í gær að beiðni minnihlutaflokka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06