Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:58 Ætla má að þessir viðskiptavinir hafi keypt iPhone X ef marka má sölutölur síðasta fjórðungs. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Sjá meira
Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Sjá meira