Teljum okkur hafa fundið höggstaði í leiknum í Ísrael Hjörvar Ólafsson skrifar 2. ágúst 2018 11:00 FH-ingar eru í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn á móti Hapoel Haifa. Vísir/Eyþór Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira