Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 10:56 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist eftir fall á heimili sínu á Spáni í vetur. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira