Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. ágúst 2018 05:15 Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira