Móðir Bin Laden tjáir sig í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 11:34 Osama Bin Laden. Vísir/Getty Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann. Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann.
Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira