20 létust í flugslysi í Sviss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 16:19 Flugvél af tegundinni Junkers Ju-52. Vísir/Getty 20 manns fórust í flugslysi í svissnesku ölpunum í gær. Vélin, sem var frá árinu 1939 og af gerðinni Junkers Ju-52, hrapaði í hlíðum fjallsins Piz Segnas og hafnaði í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Fórnarlömb slyssins voru ellefu karlar og níu konur. Eftirlifendur slyssins voru engir. Tildrög slyssins eru ekki ljós, en rannsókn á þeim er hafin. Sökum aldurs var vélin ekki búin flugrita og telja rannsakendur að sú staðreynd muni torvelda rannsóknina nokkuð. Vélin var á leið frá Locarno í Suður-Sviss til Duebendorf þegar slysið átti sér stað. Haft er eftir Daniel Knecht, talsmanni svissneska samgönguöryggisráðsins, að útlit sé fyrir að vélin hafi verið lóðrétt í loftinu þegar hún hrapaði. Haft er eftir rannsakendum að þeir telji ekki að vélin hafi lent í árekstri við aðra vél, né heldur þá að vír eða önnur hindrun hafi orðið á vegi vélarinnar, sem hefði getað valdið því að vélin hrapaði til jarðar. Þá segja rannsakendur engin ummerki vera um að átt hafi verið við búnað vélarinnar í þeim tilgangi að granda henni. Félagið sem gerði út vélina gerir einnig út tvær aðrar flugvélar af sömu tegund. Ferðum þeirra véla hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er annað flugslysið í Sviss um helgina, en í gær fórst fjögurra manna fjölskylda í flugslysi nálægt Hergilswilbæ. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi Lítil flugvél brotlenti í skógi í Sviss. Fjögurra manna fjölskylda lést. 4. ágúst 2018 19:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
20 manns fórust í flugslysi í svissnesku ölpunum í gær. Vélin, sem var frá árinu 1939 og af gerðinni Junkers Ju-52, hrapaði í hlíðum fjallsins Piz Segnas og hafnaði í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Fórnarlömb slyssins voru ellefu karlar og níu konur. Eftirlifendur slyssins voru engir. Tildrög slyssins eru ekki ljós, en rannsókn á þeim er hafin. Sökum aldurs var vélin ekki búin flugrita og telja rannsakendur að sú staðreynd muni torvelda rannsóknina nokkuð. Vélin var á leið frá Locarno í Suður-Sviss til Duebendorf þegar slysið átti sér stað. Haft er eftir Daniel Knecht, talsmanni svissneska samgönguöryggisráðsins, að útlit sé fyrir að vélin hafi verið lóðrétt í loftinu þegar hún hrapaði. Haft er eftir rannsakendum að þeir telji ekki að vélin hafi lent í árekstri við aðra vél, né heldur þá að vír eða önnur hindrun hafi orðið á vegi vélarinnar, sem hefði getað valdið því að vélin hrapaði til jarðar. Þá segja rannsakendur engin ummerki vera um að átt hafi verið við búnað vélarinnar í þeim tilgangi að granda henni. Félagið sem gerði út vélina gerir einnig út tvær aðrar flugvélar af sömu tegund. Ferðum þeirra véla hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er annað flugslysið í Sviss um helgina, en í gær fórst fjögurra manna fjölskylda í flugslysi nálægt Hergilswilbæ.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi Lítil flugvél brotlenti í skógi í Sviss. Fjögurra manna fjölskylda lést. 4. ágúst 2018 19:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi Lítil flugvél brotlenti í skógi í Sviss. Fjögurra manna fjölskylda lést. 4. ágúst 2018 19:57