Sögulegt að báðir katlar Skaftárjökuls hlaupi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 19:00 Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofunni í þyrluflugi yfir Skaftárjökli í gær. Hann segir sögulegt að báðir katlar Skaftárjökuls hlaupi á sama tíma en ekki sé vitað af hverju það gerist. Ekki er vitað hvað olli því að hlaup kom úr báðum kötlum Skaftárjökuls á sama tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist að sögn jöklafræðings á Veðurstofunni. Hlaup hófst í eystri Skaftárkatli á föstudag og um hádegisbil í gær var talið að það hefði náð hámarki sínu. Þá kom í ljós að hlaup var einnig hafið í vestari Skaftárkatli. Þorsteinn Þorsteinsson er jöklafræðingur á Veðurstofunni. „Rétt eftir hádegi á föstudag byrjar eystri Skaftárketill að hlaupa. Við bjuggumst við að það hlaup myndi ná hámarki um hádegisbil á laugardeginum en þá gerist það að rennslið heldur áfram að að rísa áfram og í ljós kom að hlaup var hafið í vestari katlinum. Það kom heldur betur á óvart að vestari ketillinn myndi hlaupa á sama tíma og koma ofaní hlaup úr þeim eystri,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir að þetta hafi ekki gerst áður. „Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum vatn koma úr eystri katlinum og ofaní það komi svo vatn úr þeim vestari. Það er ekki vitað af hverju þetta gerist. Ein ástæðan getur verið sú að vatnafarvegir sem myndast úr fyrra hlaupinu undir jöklinum og leysingar hafi auðveldað vestari katlinum að komast af stað á sama tíma. Hins vegar hleypur venjulega sá vestari skömmu á eftir hinum eystri,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn gladdist í þyrlufluginu yfir jöklinum gær þegar hann kom auga á GPS tæki í eystri katlinum sem hefur verið notað við mælingar og var talið glatað.„Við erum vongóðir um að við getum náð síðustu gögnum úr tækinu fljótlega,“ segir hann að lokum. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Ekki er vitað hvað olli því að hlaup kom úr báðum kötlum Skaftárjökuls á sama tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist að sögn jöklafræðings á Veðurstofunni. Hlaup hófst í eystri Skaftárkatli á föstudag og um hádegisbil í gær var talið að það hefði náð hámarki sínu. Þá kom í ljós að hlaup var einnig hafið í vestari Skaftárkatli. Þorsteinn Þorsteinsson er jöklafræðingur á Veðurstofunni. „Rétt eftir hádegi á föstudag byrjar eystri Skaftárketill að hlaupa. Við bjuggumst við að það hlaup myndi ná hámarki um hádegisbil á laugardeginum en þá gerist það að rennslið heldur áfram að að rísa áfram og í ljós kom að hlaup var hafið í vestari katlinum. Það kom heldur betur á óvart að vestari ketillinn myndi hlaupa á sama tíma og koma ofaní hlaup úr þeim eystri,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir að þetta hafi ekki gerst áður. „Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum vatn koma úr eystri katlinum og ofaní það komi svo vatn úr þeim vestari. Það er ekki vitað af hverju þetta gerist. Ein ástæðan getur verið sú að vatnafarvegir sem myndast úr fyrra hlaupinu undir jöklinum og leysingar hafi auðveldað vestari katlinum að komast af stað á sama tíma. Hins vegar hleypur venjulega sá vestari skömmu á eftir hinum eystri,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn gladdist í þyrlufluginu yfir jöklinum gær þegar hann kom auga á GPS tæki í eystri katlinum sem hefur verið notað við mælingar og var talið glatað.„Við erum vongóðir um að við getum náð síðustu gögnum úr tækinu fljótlega,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira