Arnór Smárason skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik er Lilleström gerði 2-2 jafntefli við Molde í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Arnór gekk í raðir Lilleström frá Hammarby á dögunum en hann hafði fengið fá tækifæri hjá sænska liðinu eftir meiðsli.
Hann var ekki lengi að stimpla sig inn en eftir sautján mínútur skoraði Arnar sitt fyrsta mark og kom Lilleström 1-0 yfir. Fredrik Aursnes jafnaði metin á 38. mínútu.
Etzas Hussain virtist skora sigurmarkið fyrir Molde er hann kom þeim í 2-1 á 64. mínútu en þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Thomas Lehne Olsen metin og lokatölur 2-2.
Arnór Smárason spilaði fyrstu 82 mínúturnar en Gary Martin, fyrrum leikmaður KR og ÍA, kom inn í hans stað. Lilleström er í þrettánda sætinu en Molde í því fjórða.
Tók Arnór sautján mínútur að skora fyrir Lilleström
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti