Hyggjast leggja fram framsalsbeiðni vegna taugaeitursárásarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 21:00 Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna tveggja vegna taugaeitursárásarinnar og talið er að útspil bresku ríkisstjórnarinnar verði eins og að hella olíu á eld ófriðarbálsins. Vísir/Ap Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram beiðni um framsal á tveimur Rússum sem grunaðir eru um að hafa staðið að taugaeitursárásunum í Bretlandi. Dawn Sturgess, bresk kona á fimmtugsaldri, lést eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok júnímánaðar og þá hafa þrír aðrir veikst alvarlega eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Að því er heimildarmenn The Guardian greina frá hefur saksóknari lokið við gerð framsalsbeiðninnar. Framsalsbeiðnin verður lögð fram í kjölfarið á umfangsmikilli lögreglurannsókn sem hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Hundruð lögreglumanna auk starfsmanna leyniþjónustunnar hafa unnið hörðum höndum að því að reyna að leysa málið. Lögregluliðinu varð talsvert ágengt í rannsókn sinni þegar Charlie Rowley og Dawn Sturgess urðu fyrir taugaeitrinu í sumar því þá gat lögreglan kortlagt ferðir tveggja manna, sem grunaðir eru um verknaðinn, með hjálp eftirlitsmyndavéla. Rannsóknarlögreglan hefur einnig geta stuðst við upplýsingar um ferðir þeirra til og frá Bretlandseyjum. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað allri sök og segja Rússa ekki hafa átt neina aðkomu að málinu. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna vegna taugaeitursárásarinnar og talið er að útspil bresku ríkisstjórnarinnar verði eins og að hella olíu á eld ófriðarbálsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram beiðni um framsal á tveimur Rússum sem grunaðir eru um að hafa staðið að taugaeitursárásunum í Bretlandi. Dawn Sturgess, bresk kona á fimmtugsaldri, lést eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok júnímánaðar og þá hafa þrír aðrir veikst alvarlega eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Að því er heimildarmenn The Guardian greina frá hefur saksóknari lokið við gerð framsalsbeiðninnar. Framsalsbeiðnin verður lögð fram í kjölfarið á umfangsmikilli lögreglurannsókn sem hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Hundruð lögreglumanna auk starfsmanna leyniþjónustunnar hafa unnið hörðum höndum að því að reyna að leysa málið. Lögregluliðinu varð talsvert ágengt í rannsókn sinni þegar Charlie Rowley og Dawn Sturgess urðu fyrir taugaeitrinu í sumar því þá gat lögreglan kortlagt ferðir tveggja manna, sem grunaðir eru um verknaðinn, með hjálp eftirlitsmyndavéla. Rannsóknarlögreglan hefur einnig geta stuðst við upplýsingar um ferðir þeirra til og frá Bretlandseyjum. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað allri sök og segja Rússa ekki hafa átt neina aðkomu að málinu. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna vegna taugaeitursárásarinnar og talið er að útspil bresku ríkisstjórnarinnar verði eins og að hella olíu á eld ófriðarbálsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09