Vilhjálmur jafnaði heimsmet Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Vilhjálmur Einarsson hefur oftast orðið íþróttamaður ársins, eða fimm sinnum. Afrekið sem hann vann árið 1956 þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne er enn eitt stærsta afrek sem íslenskur íþróttamaður hefur unnið, segir í bókinni Hetjurnar okkar. Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta Íslandsmet hans stendur enn. „Stórkostlegt afrek sem allar milljónaþjóðir yrðu stoltar af,“ var skrifað á forsíðu Morgunblaðsins um afrek Vilhjálms undir mynd sem sýnir hann fara fram hjá öllum merkjum vallarins. „Það afrek er annað bezta þrístökksafrek sem íþróttasagan getur um. Þar til á föstudaginn hefði þessi árangur Vilhjálms verið jafn staðfestu heimsmeti í greininni, sem Rússinn Fedosojev átti. En á föstudaginn stökk Pólverjinn Josef Schmidt 17,03 m, og er ekki vitað annað um það afrek en það verði staðfest sem heimsmet“ stóð á forsíðu blaðsins. „Stökksería Vilhjálms var með eindæmum jöfn og góð, svo góð að hún hlýtur að skjóta beztu þrístökkvurum heims skelk í bringu,“ stóð enn fremur. Í umfjöllun um mótið kemur fram að Vilhjálmur hafi verið heppinn hreinlega að ná mótinu. Það hafi byrjað klukkan fjögur á laugardeginum en klukkan 14 á sunnudeginum. Vilhjálmur hélt að mótið byrjaði einnig klukkan fjögur og mætti hann fimm mínútur fyrir tvö og sleppti fyrstu tilraun. En stökkserían var glæsileg: 16,23 í fyrsta stökki, 16,30 í öðru og aftur 16,23 í því þriðja. Svo komu 16,46 metrar áður en risastökkið leit dagsins ljós. Fyrsta stökkið var 6,05 metrar, miðstökkið hljóðaði upp á 5,02 og lokastökkið var 5,63 metrar eða samtals 16,70 metrar. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta Íslandsmet hans stendur enn. „Stórkostlegt afrek sem allar milljónaþjóðir yrðu stoltar af,“ var skrifað á forsíðu Morgunblaðsins um afrek Vilhjálms undir mynd sem sýnir hann fara fram hjá öllum merkjum vallarins. „Það afrek er annað bezta þrístökksafrek sem íþróttasagan getur um. Þar til á föstudaginn hefði þessi árangur Vilhjálms verið jafn staðfestu heimsmeti í greininni, sem Rússinn Fedosojev átti. En á föstudaginn stökk Pólverjinn Josef Schmidt 17,03 m, og er ekki vitað annað um það afrek en það verði staðfest sem heimsmet“ stóð á forsíðu blaðsins. „Stökksería Vilhjálms var með eindæmum jöfn og góð, svo góð að hún hlýtur að skjóta beztu þrístökkvurum heims skelk í bringu,“ stóð enn fremur. Í umfjöllun um mótið kemur fram að Vilhjálmur hafi verið heppinn hreinlega að ná mótinu. Það hafi byrjað klukkan fjögur á laugardeginum en klukkan 14 á sunnudeginum. Vilhjálmur hélt að mótið byrjaði einnig klukkan fjögur og mætti hann fimm mínútur fyrir tvö og sleppti fyrstu tilraun. En stökkserían var glæsileg: 16,23 í fyrsta stökki, 16,30 í öðru og aftur 16,23 í því þriðja. Svo komu 16,46 metrar áður en risastökkið leit dagsins ljós. Fyrsta stökkið var 6,05 metrar, miðstökkið hljóðaði upp á 5,02 og lokastökkið var 5,63 metrar eða samtals 16,70 metrar.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira