Í nafnlausri yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu þarlends anarkistahóps segir að ákveðið hafi verið að bera eld að dýragarðinum - „því dýragarðar eru eins og fangelsi,“ líkt og það er orðað í yfirlýsingunni.
anarchiste wrote a new post, Peaugres (Ardèche) : Des cages que l'on appelle liberté, on the site Le Laboratoire Anarchiste https://t.co/tLWUocI4am
— noblogs (@noblogs) August 7, 2018
Eldurinn kom upp í Peaugres Safari-garðinum aðfaranótt 2. ágústs síðastliðinn og var garðurinn lokaður daginn eftir meðan unnið var að uppsetningu nýrra miðasölubása. Garðurinn er rúmlega 80 hektarar að stærð og hýsir um 1150 dýr. Að jafnaði sækja 300 þúsund manns dýragarðinn á hverju ári.
Íkveikjan er enn til rannsóknar.