Suður-Kórea að stikna úr hita Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:41 Rúmlega 3400 manns hafa leitað sér aðstoðar á sjúkrahúsum vegna hitans. Vísir/AP Hið minnsta 42 hafa látið lífið í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Suður-Kóreu. Höfuðborgin Sól hefur borið nafn með rentu síðustu daga en þar náði hitinn 39,6 gráðum í liðinni viku. Ekki hefur mælst hærri hiti í borginni í 111 ár. Rúmlega 3400 manns hafa leitað á suður-kóresk sjúkrahús vegna hitabylgjunnar frá því í lok maí. Hitinn er þó fyrst sagður hafa orðið óbærilegur um miðjan júlí. Þá byrjaði fólk jafnframt að láta lífið í hitanum. Flestir hinna látnu voru aldraðir eða veikir fyrir. Fimm voru þó við hestaheilsu en höfðu starfað utandyra, þeirra á meðal var rúmlega þrítugur karlmaður og víetnamskur verkamaður á fimmtugsaldri. Suður-kóresk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna hitabylgjunnar. Til að mynda hefur hún verið flokkuð sem náttúruhamfarir og gerir það landsmönnum kleift að sækja um bætur. Þá hefur rafmagnsverð verið lækkað og fólk hvatt til að nota orkufrek tæki á borð við loftkælingar og viftur til að kæla sig niður. Hitabylgjan hefur einnig haft margvísleg önnur áhrif. Fregnir hafa borist af uppskerubresti við landamæri ríkisins að Norður-Kóreu. Fyrir vikið óttast margir að ástandið sé einnig slæmt hjá nágrannanum í norðri þar sem var viðvarandi matvælaskortur fyrir hitabylgjuna. Þá er jafnframt talið að hitinn hafi framkallað efnahvörf í skotfærageymslu hersins sem leiddi til mikillar sprengingar. Þar slasaðist þó enginn. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Hið minnsta 42 hafa látið lífið í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Suður-Kóreu. Höfuðborgin Sól hefur borið nafn með rentu síðustu daga en þar náði hitinn 39,6 gráðum í liðinni viku. Ekki hefur mælst hærri hiti í borginni í 111 ár. Rúmlega 3400 manns hafa leitað á suður-kóresk sjúkrahús vegna hitabylgjunnar frá því í lok maí. Hitinn er þó fyrst sagður hafa orðið óbærilegur um miðjan júlí. Þá byrjaði fólk jafnframt að láta lífið í hitanum. Flestir hinna látnu voru aldraðir eða veikir fyrir. Fimm voru þó við hestaheilsu en höfðu starfað utandyra, þeirra á meðal var rúmlega þrítugur karlmaður og víetnamskur verkamaður á fimmtugsaldri. Suður-kóresk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna hitabylgjunnar. Til að mynda hefur hún verið flokkuð sem náttúruhamfarir og gerir það landsmönnum kleift að sækja um bætur. Þá hefur rafmagnsverð verið lækkað og fólk hvatt til að nota orkufrek tæki á borð við loftkælingar og viftur til að kæla sig niður. Hitabylgjan hefur einnig haft margvísleg önnur áhrif. Fregnir hafa borist af uppskerubresti við landamæri ríkisins að Norður-Kóreu. Fyrir vikið óttast margir að ástandið sé einnig slæmt hjá nágrannanum í norðri þar sem var viðvarandi matvælaskortur fyrir hitabylgjuna. Þá er jafnframt talið að hitinn hafi framkallað efnahvörf í skotfærageymslu hersins sem leiddi til mikillar sprengingar. Þar slasaðist þó enginn.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00
Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42