Suður-Kórea að stikna úr hita Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:41 Rúmlega 3400 manns hafa leitað sér aðstoðar á sjúkrahúsum vegna hitans. Vísir/AP Hið minnsta 42 hafa látið lífið í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Suður-Kóreu. Höfuðborgin Sól hefur borið nafn með rentu síðustu daga en þar náði hitinn 39,6 gráðum í liðinni viku. Ekki hefur mælst hærri hiti í borginni í 111 ár. Rúmlega 3400 manns hafa leitað á suður-kóresk sjúkrahús vegna hitabylgjunnar frá því í lok maí. Hitinn er þó fyrst sagður hafa orðið óbærilegur um miðjan júlí. Þá byrjaði fólk jafnframt að láta lífið í hitanum. Flestir hinna látnu voru aldraðir eða veikir fyrir. Fimm voru þó við hestaheilsu en höfðu starfað utandyra, þeirra á meðal var rúmlega þrítugur karlmaður og víetnamskur verkamaður á fimmtugsaldri. Suður-kóresk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna hitabylgjunnar. Til að mynda hefur hún verið flokkuð sem náttúruhamfarir og gerir það landsmönnum kleift að sækja um bætur. Þá hefur rafmagnsverð verið lækkað og fólk hvatt til að nota orkufrek tæki á borð við loftkælingar og viftur til að kæla sig niður. Hitabylgjan hefur einnig haft margvísleg önnur áhrif. Fregnir hafa borist af uppskerubresti við landamæri ríkisins að Norður-Kóreu. Fyrir vikið óttast margir að ástandið sé einnig slæmt hjá nágrannanum í norðri þar sem var viðvarandi matvælaskortur fyrir hitabylgjuna. Þá er jafnframt talið að hitinn hafi framkallað efnahvörf í skotfærageymslu hersins sem leiddi til mikillar sprengingar. Þar slasaðist þó enginn. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Hið minnsta 42 hafa látið lífið í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Suður-Kóreu. Höfuðborgin Sól hefur borið nafn með rentu síðustu daga en þar náði hitinn 39,6 gráðum í liðinni viku. Ekki hefur mælst hærri hiti í borginni í 111 ár. Rúmlega 3400 manns hafa leitað á suður-kóresk sjúkrahús vegna hitabylgjunnar frá því í lok maí. Hitinn er þó fyrst sagður hafa orðið óbærilegur um miðjan júlí. Þá byrjaði fólk jafnframt að láta lífið í hitanum. Flestir hinna látnu voru aldraðir eða veikir fyrir. Fimm voru þó við hestaheilsu en höfðu starfað utandyra, þeirra á meðal var rúmlega þrítugur karlmaður og víetnamskur verkamaður á fimmtugsaldri. Suður-kóresk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna hitabylgjunnar. Til að mynda hefur hún verið flokkuð sem náttúruhamfarir og gerir það landsmönnum kleift að sækja um bætur. Þá hefur rafmagnsverð verið lækkað og fólk hvatt til að nota orkufrek tæki á borð við loftkælingar og viftur til að kæla sig niður. Hitabylgjan hefur einnig haft margvísleg önnur áhrif. Fregnir hafa borist af uppskerubresti við landamæri ríkisins að Norður-Kóreu. Fyrir vikið óttast margir að ástandið sé einnig slæmt hjá nágrannanum í norðri þar sem var viðvarandi matvælaskortur fyrir hitabylgjuna. Þá er jafnframt talið að hitinn hafi framkallað efnahvörf í skotfærageymslu hersins sem leiddi til mikillar sprengingar. Þar slasaðist þó enginn.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00
Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent