Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Hermenn í hlífðarklæðum fjarlægja bekkinn sem Skrípalfeðginin fundust hálfmeðvitundarlaus á í mars. Vísir/EPA Fulltrúar Rússa hjá Alþjóðaefnavopnastofnuninni saka vesturlönd um að ætla sér að vera ákærendur, dómarar og böðlar í máli rússneska fyrrverandi njósnarans Sergei Skrípal sem eitrað var fyrir á Bretlandi í vor. Bandaríkjastjórn kynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar á Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni. Bresk kona lést eftir að hún og maður hennar komust óvart í snertingu við taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. „Sameiginlega vinnur vestrið sem ákærandi, dómari og böðull á sama tíma í hinu svokallaða novichok-drama. Hvers vegna ætti Rússland að sanna sakleysi sitt frekar en öfugt?“ skrifaði rússneska sendinefndin við Alþjóðaefnavopnastofnunina á Twitter í dag, að því er segir í frétt Reuters. Gengi rússnesku rúblunnar féll eftir að tilkynnt var um nýjustu umferð viðskiptaþvingana Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréf í stórum rússneskum fyrirtækjum féllu einnig í verði. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti um aðgerðirnar eftir að það komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu beitt efna- eða sýklavopn í trássi við alþjóðalög og gegn eigin borgurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fulltrúar Rússa hjá Alþjóðaefnavopnastofnuninni saka vesturlönd um að ætla sér að vera ákærendur, dómarar og böðlar í máli rússneska fyrrverandi njósnarans Sergei Skrípal sem eitrað var fyrir á Bretlandi í vor. Bandaríkjastjórn kynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar á Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni. Bresk kona lést eftir að hún og maður hennar komust óvart í snertingu við taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. „Sameiginlega vinnur vestrið sem ákærandi, dómari og böðull á sama tíma í hinu svokallaða novichok-drama. Hvers vegna ætti Rússland að sanna sakleysi sitt frekar en öfugt?“ skrifaði rússneska sendinefndin við Alþjóðaefnavopnastofnunina á Twitter í dag, að því er segir í frétt Reuters. Gengi rússnesku rúblunnar féll eftir að tilkynnt var um nýjustu umferð viðskiptaþvingana Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hlutabréf í stórum rússneskum fyrirtækjum féllu einnig í verði. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti um aðgerðirnar eftir að það komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu beitt efna- eða sýklavopn í trássi við alþjóðalög og gegn eigin borgurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52