Annar sigur hjá Axel og Birgi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:38 Birgir Leifur Hafþórsson. getty Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson unnu annan leik sinn á EM í golfi sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Andstæðingar Birgis og Axels í dag voru þeir Guido Miglozzi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í gær á meðan Axel og Birgir unnu. Á mótinu er keppt í fjórbolta í holukeppni. Þegar tíu holur voru búnar voru þeir ítölsku komnir með þriggja holu forystu. Þá settu Axel og Birgir hins vegar í næsta gír og þeir unnu næstu þrjár holur og jöfnuðu leikinn þegar fimm holur voru eftir. Nokkuð jafnt var með þeim á næstu holum en svo fór að Axel og Birgir unnu 2&1, þeir voru með tveggja holu forystu fyrir síðustu holuna og þá var leiknum lokið. Axel og Birgir eru því með fjögur stig eftir tvo leiki í D riðili. Hinum leik riðilsins er ekki lokið, þar eru Norðmennirnir og Belgarnir jafnir þegar tvær holur eru eftir þegar þessi frétt er skrifuð. Norðmennirnir voru með tvö stig fyrir daginn í dag en Belgarnir ekkert. Efsta lið hvers riðils kemst áfram í undanúrslit, Axel og Birgir mæta Norðmönnunum á morgun í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um sæti í undanúrslitunum. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson unnu annan leik sinn á EM í golfi sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Andstæðingar Birgis og Axels í dag voru þeir Guido Miglozzi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í gær á meðan Axel og Birgir unnu. Á mótinu er keppt í fjórbolta í holukeppni. Þegar tíu holur voru búnar voru þeir ítölsku komnir með þriggja holu forystu. Þá settu Axel og Birgir hins vegar í næsta gír og þeir unnu næstu þrjár holur og jöfnuðu leikinn þegar fimm holur voru eftir. Nokkuð jafnt var með þeim á næstu holum en svo fór að Axel og Birgir unnu 2&1, þeir voru með tveggja holu forystu fyrir síðustu holuna og þá var leiknum lokið. Axel og Birgir eru því með fjögur stig eftir tvo leiki í D riðili. Hinum leik riðilsins er ekki lokið, þar eru Norðmennirnir og Belgarnir jafnir þegar tvær holur eru eftir þegar þessi frétt er skrifuð. Norðmennirnir voru með tvö stig fyrir daginn í dag en Belgarnir ekkert. Efsta lið hvers riðils kemst áfram í undanúrslit, Axel og Birgir mæta Norðmönnunum á morgun í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um sæti í undanúrslitunum.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira