Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Rebekka segir Rauðasand, Látrabjarg og Selárdal toga ferðamenn vestur. Þó sé hún enn að hitta Íslendinga sem aldrei hafi komið til Vestfjarða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00