Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Rebekka segir Rauðasand, Látrabjarg og Selárdal toga ferðamenn vestur. Þó sé hún enn að hitta Íslendinga sem aldrei hafi komið til Vestfjarða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
„Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00