Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2018 07:55 Áherslan verður lögð á sjálfkeyrandi fólksbíla. Vísir/Getty Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls. Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum. Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir. Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni. Bílar Tækni Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls. Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum. Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir. Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni.
Bílar Tækni Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45