Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 08:00 Vigdís, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Marta Guðjónsdóttir eru í minnihluta borgarstjórnar. Fréttablaðið/ernir Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22