Hetjuleg frammistaða Haraldar dugði ekki til á fyrsta risamótinu Ísak Jasonarson skrifar 20. júlí 2018 19:45 Haraldur Franklín er því miður úr leik. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús varð í dag fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna mótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Haraldur lék annan hringinn í mótinu á 7 höggum yfir pari og lauk því leik á 8 höggum yfir pari eftir flottan fyrsta hring. Haraldur hóf leik á 1. teig í dag og mátti sjá að honum leið töluvert betur en á fyrsta hringnum. Hann fékk fjögur pör í röð og hefði jafnvel getað verið enn betri en púttin voru ekki alveg að detta hjá honum.Á 5. holu lenti hann hins vegar í vandræðum þegar hann missti innáhöggið í glompu við flötina. Þar var boltinn grafinn og eftir nokkur högg í kringum flötina var þrefaldur skolli niðurstaðan. Á 6. holu héldu vandræðin áfram þegar Haraldur sló út fyrir vallarmörk í öðru högginu og fékk hann tvöfaldan skolla þar. Haraldur sýndi það á fyrsta hringnum að hann gefst aldrei upp og á 9. holu fékk hann fugl. Á þeim tíma var hann einungis tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Haraldur fékk svo skolla á 12. holu og virtist þá nokkurn veginn vera búinn að kasta þessu frá sér. Hlutirnir áttu þó eftir að breytast því Haraldur fékk fugla á 13. og 14. holu og var þar með einungis höggi frá niðurskurðarlínunni og til alls líklegur fyrir lokaholurnar. Þær gengu hins vegar ekki nógu vel og kláraði Haraldur mótið á 8 höggum yfir pari, fimm höggum frá niðurskurðinum.Haraldur getur þó borið höfuðið átt eftir sína frammistöðu en hann sýndi það báða dagana að hann átti fullt erindi á þessu elsta risamóti heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna mótinu þegar mótið er hálfnað á 6 höggum undir pari. Kisner, sem var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn, er í leit að sínum fyrsta risatitli, en Johnson er tvöfaldur risameistari.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús varð í dag fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna mótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Haraldur lék annan hringinn í mótinu á 7 höggum yfir pari og lauk því leik á 8 höggum yfir pari eftir flottan fyrsta hring. Haraldur hóf leik á 1. teig í dag og mátti sjá að honum leið töluvert betur en á fyrsta hringnum. Hann fékk fjögur pör í röð og hefði jafnvel getað verið enn betri en púttin voru ekki alveg að detta hjá honum.Á 5. holu lenti hann hins vegar í vandræðum þegar hann missti innáhöggið í glompu við flötina. Þar var boltinn grafinn og eftir nokkur högg í kringum flötina var þrefaldur skolli niðurstaðan. Á 6. holu héldu vandræðin áfram þegar Haraldur sló út fyrir vallarmörk í öðru högginu og fékk hann tvöfaldan skolla þar. Haraldur sýndi það á fyrsta hringnum að hann gefst aldrei upp og á 9. holu fékk hann fugl. Á þeim tíma var hann einungis tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Haraldur fékk svo skolla á 12. holu og virtist þá nokkurn veginn vera búinn að kasta þessu frá sér. Hlutirnir áttu þó eftir að breytast því Haraldur fékk fugla á 13. og 14. holu og var þar með einungis höggi frá niðurskurðarlínunni og til alls líklegur fyrir lokaholurnar. Þær gengu hins vegar ekki nógu vel og kláraði Haraldur mótið á 8 höggum yfir pari, fimm höggum frá niðurskurðinum.Haraldur getur þó borið höfuðið átt eftir sína frammistöðu en hann sýndi það báða dagana að hann átti fullt erindi á þessu elsta risamóti heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna mótinu þegar mótið er hálfnað á 6 höggum undir pari. Kisner, sem var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn, er í leit að sínum fyrsta risatitli, en Johnson er tvöfaldur risameistari.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira