Þjálfari AGF um Björn Daníel: „Fékk tækifærið og greip það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2018 08:00 Björn í baráttunni við finnska landsliðsmanninn Tim Sparv í fyrsta leik AGF. vísir/getty David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira
David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira