Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: "Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 21:16 Elísabet Ronaldsdóttir. Vísir/EPA „Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
„Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29
Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07