Viðkvæmir íbúar óttast GSM-senda í Urriðaholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júlí 2018 09:00 Svala Rún Sigurðardóttir segir ekki vanta betra símsamband í Urriðaholt. Hópur fólks í hverfinu þjáist af óþoli fyrir geislum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira