Einstakt samband Íslands og Grænlands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum. Grænland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum.
Grænland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira