Henning Darri Þórðarson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Golfklúbbnum Keili, stóðu uppi sem sigurvegarar á KMPG-Hvaleyrabikarnum.
Henning Darri og Kristján Þór Einarsson, úr GM, voru jafnir eftir hringina þrjá og því þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin.
Þar þurfti bara eina holu til því strax á fyrstu holunni hafði Henning Darri og fagnaði sigri á heimavellinum. Kristján Þór í öðru sæti og Rúnar Arnórsson, úr GK, í þriðja.
Guðrún Brá var í sérflokki í kvennaflokki. Hún var í forystunni alla helgina og vann að lokum með sex höggum en hún spilaði á fjórum yfir pari.
Næst kom Berglind Björnsdóttir, úr GR, á tíu yfir og Anna Sólveig Snorradóttir, úr GK, á þrettán yfir pari.
Henning og Guðrún Brá best á heimavelli
Anton Ingi Leifsson skrifar
