Tiger endaði í sjötta sæti en hann var einungis þremur höggum frá toppnum en mótið vann Ítalinn Francesco Molinari.
Tiger er að nálgast sitt betra form eftir afar erfið ár en þessi magnaði kylfingur hefur verið að glíma við ótrúleg meiðsli undanfarin ár.
Til að mynda hefur hann ekki tekið þátt í Opna breska síðan 2015 en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.
Hann ákvað því að þakka stuðninginn á Twitter-síðunni í dag þar sem rúmlega sex milljónir fylgja honum.
The fans’ support today, and all week, was amazing. Thanks for making my return to links golf something I’ll never forget. pic.twitter.com/Om5evUtWFS
— Tiger Woods (@TigerWoods) July 22, 2018