„Kolvitlaust að gera hjá lögreglu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 07:08 Lögreglan þurft að bregðast við tugum mála í nótt. Vísir/eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Á 8 klukkustunda tímabili, frá klukkan 19:00 til 03:00, komu alls 70 mál inn á borð lögreglu sem er meira en gengur og gerist á venjulegu sunnudagskvöldi. Meðal mála sem upp komu voru alvarleg líkamsárásarmál, innbrot og skemmdarverk. „Það var allt kolvitlaust að gera hjá lögreglu í gærkvöld og fram á nótt,“ eins og varðstjóri orðar það í skeyti til fjölmiðla í morgun. Til að mynda voru tveir einstaklingar handteknir á Nýbýlavegi á öðrum tímanum í nótt eftir að lögreglumenn höfðu tekið eftir vopni í bifreið þeirra. Hinir handteknu eru sagðir hafa brugðist ókvæða við afskiptum lögreglumannanna og veittust að þeim - þannig að áverka hlutust af. Lögreglan er sögð hafa notað varnarúða, svokallað piparsprey, til að yfirbuga einstaklingana á vettvangi átakanna. Þeir voru síðan fluttir á lögreglustöð og hafa þeir mátt verja nóttinni í fangaklefa. Aðrir tveir einstaklingar voru handteknir á Völlunum i Hafnarfirði í gærkvöldi skömmu eftir miðnætti vegna ránstilraunar. Hinn rændi tók hins vegar ráninu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur réðst á ræningjana vopnaður hnífi. Þolandinn er sagður hafa náð að veita ræningjunum stungusár sem þó eru minniháttar. Allir einstaklingarnir þrír voru fluttir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir með morgninum. Þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi sem sagður er hafa verið hér ólöglega í landinu - „og mátti því ekki vera inni á Schengen-svæðinu lengur,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Ætla má að hann verði sendur úr landi á næstu dögum. Fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu eru fullar eftir nóttina. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Á 8 klukkustunda tímabili, frá klukkan 19:00 til 03:00, komu alls 70 mál inn á borð lögreglu sem er meira en gengur og gerist á venjulegu sunnudagskvöldi. Meðal mála sem upp komu voru alvarleg líkamsárásarmál, innbrot og skemmdarverk. „Það var allt kolvitlaust að gera hjá lögreglu í gærkvöld og fram á nótt,“ eins og varðstjóri orðar það í skeyti til fjölmiðla í morgun. Til að mynda voru tveir einstaklingar handteknir á Nýbýlavegi á öðrum tímanum í nótt eftir að lögreglumenn höfðu tekið eftir vopni í bifreið þeirra. Hinir handteknu eru sagðir hafa brugðist ókvæða við afskiptum lögreglumannanna og veittust að þeim - þannig að áverka hlutust af. Lögreglan er sögð hafa notað varnarúða, svokallað piparsprey, til að yfirbuga einstaklingana á vettvangi átakanna. Þeir voru síðan fluttir á lögreglustöð og hafa þeir mátt verja nóttinni í fangaklefa. Aðrir tveir einstaklingar voru handteknir á Völlunum i Hafnarfirði í gærkvöldi skömmu eftir miðnætti vegna ránstilraunar. Hinn rændi tók hins vegar ráninu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur réðst á ræningjana vopnaður hnífi. Þolandinn er sagður hafa náð að veita ræningjunum stungusár sem þó eru minniháttar. Allir einstaklingarnir þrír voru fluttir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir með morgninum. Þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi sem sagður er hafa verið hér ólöglega í landinu - „og mátti því ekki vera inni á Schengen-svæðinu lengur,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Ætla má að hann verði sendur úr landi á næstu dögum. Fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu eru fullar eftir nóttina.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira