Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 17:30 Haraldur Franklín er mættur frá Skotlandi og keppir á Íslandsmótinu um helgina. vísir/getty Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira