R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 17:46 Síðast var R Kelly kærður fyrir kynferðisofbeldi í maí en hann var m.a. sakaður um að hafa vitandi smitað konu af Herpes-veirunni. Vísir/Getty Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018 MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018
MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09
R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27
Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24