Tælensku drengirnir fá hugarró í hofi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 06:39 Hluti hópsins er sagður hafa tekið þátt í sambærilegri athöfn áður. Vísir/AFP Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45