Valdís Þóra keppir á Opna breska meistaramótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 16:28 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á öðru risamóti sínu. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira