Arnór Ingi Traustason átti góðan leik er Malmö vann frábæran 1-0 útisigur á Cluj í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar.
Spilað var í Rúmeníu en fyrsta og eina mark leiksins skoraði Carlos Strandberg á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik.
Hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Cluj og setti boltann í vinstra hornið en Giedrius Arlauskis átti að gera miklu betur í marki Cluj.
Cluj reyndu hvað þeir gátu til að jafna en hættulegustu færin í síðari hálfleik fengu gestirnir frá Svíþjóð. Lokatölur 1-0 í Rúmeníu.
Mikilvægt útivallarmark Svíana sem leiða 1-0 en síðari leikurinn fer fram eftir viku í Malmö. Svíarnir í dauðafæri að fara í þriðju umferðina.
Arnór Ingvi spilaði í 89 mínútur fyrir Malmö og spilaði afar vel.
