Bogfrymlarnir sem Sigmundur varaði við geta leitt til áhættusækni og MBA náms Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:59 Áhætta. Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira