Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði ekki vel á fyrsta hring Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fram fer í Aberdeen en hún er sex höggum yfir pari eftir fyrsta keppnisdag.
Ólafía byrjaði illa og var fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar en hún fékk þrjá skolla í röð á þriðju, fjórðu og fimmtu holu og svo bætti hún við skollum á sjöund og níundu holu.
Hún virtist vera að komast í gang í byrjun seinni níu þegar að hún fékk fugl á elleftu holu en eftir fjögur pör í röð komu tveir skollar á 16. og 17.7 holu sem eru par fimm og par þrjú.
Ólafía er í 125.-130. sæti eftir fyrsta hring, ellefu höggum á eftir fyrstu konum en 31 kylfingur er á pari eða undir pari þegar þetta er skrifað.
Enn eiga fleiri kylfingar eftir að fara út á völl, meðal annars Valdís Þóra Jónsdóttir sem hefur leik klukkan 15.30 að skoskum tíma.
Valdís keppir svo á Opna breska risamótinu um næstu helgi en Ólafía var að reyna að vinna sér inn keppnisrétt þar í Aberdeen en miðað við fyrsta hring lítur ekki út fyrir að íþróttamaður ársins fylgi Valdísi á risamótið.
