Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 07:00 Þær hafa sést nokkrar regnhlífarnar í Reykjavík í sumar. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent