Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 13:50 Viðræðurnar fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. fréttablaðið/stefán Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að viðræðurnar muni fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Bráðaaðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru annars vegar aðgerðir sem stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019 og hins vegar aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í greininni. Tillögurnar má lesa hér. Yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands:Samkvæmt samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar skal endurskoðun búvörusamninga fara fram tvisvar á samningstímanum, annars vegar árið 2019 og hins vegar árið 2023. Í ákvæði til bráðabirgða í búvörulögum nr. 99/1993 kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þar sem tryggð er aðkoma afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Í samræmi við framangreint skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar sl. samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Beindi ráðherra því til samráðshópsins að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Samráðshópurinn skilaði tillögum og framvinduskýrslu til ráðherra 3. júlí sl. Samráðshópurinn leggur fram í tillögum sínum ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári. Tengdar fréttir Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02 Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að viðræðurnar muni fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Bráðaaðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru annars vegar aðgerðir sem stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019 og hins vegar aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í greininni. Tillögurnar má lesa hér. Yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands:Samkvæmt samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar skal endurskoðun búvörusamninga fara fram tvisvar á samningstímanum, annars vegar árið 2019 og hins vegar árið 2023. Í ákvæði til bráðabirgða í búvörulögum nr. 99/1993 kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þar sem tryggð er aðkoma afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Í samræmi við framangreint skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar sl. samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Beindi ráðherra því til samráðshópsins að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Samráðshópurinn skilaði tillögum og framvinduskýrslu til ráðherra 3. júlí sl. Samráðshópurinn leggur fram í tillögum sínum ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.
Tengdar fréttir Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02 Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02
Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00