Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leiða eftir þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina.
Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús voru rétt í þessu að ljúka keppni og spilaði Axel á pari í dag í meðan Haraldur Franklín spilaði á einu höggi yfir pari, Axel er á samtals átta höggum undir pari og Haraldur á samtals fimm höggum undir bara. Björn Óskar Guðjónsson situr í öðru sæti á sjö höggum undir pari en hann spilaði á tveimur höggum undir pari sem var besti árangurinn í dag.
Gísli Sveinbergsson situr í fjórða sætinu eftir þriðja hring en hann er á samtals tveimur höggum undir pari en í dag spilaði hann á tveimur höggum yfir pari.
Líkt og eftir annan hring er það Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem leiðir kvennamegin en hún er á samtals sex höggum yfir pari en í dag spilaði hún á tveimur höggum yfir pari sem er þremur höggum betra heldur en í gær. Helga Kristín Einarsdóttir situr í öðru sæti á ellefu höggum yfir pari á meðan Ragnhildur Sigurðardóttir situr í þriðja sæti á fjórtán höggum yfir pari en hún spilaði á pari í dag.
Það verður því spennandi að fylgjast með gangi mála á lokadeginum á morgun en við munum færa ykkur allt það helsta.
