Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði jöfnunarmark og eina mark Álasund í jafntefli liðsins gegn Notodden í norsku deildinni í dag.
Það var strax á brattann að sækja fyrir Hólmbert og hans menn í dag en liðsfélagi hans Staale Steen Saethre fékk að líta rauða spjaldið á 10. mínútu og því Álasund einum manni færri út leikinn.
Aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Notodden og var þar á ferðinni Gaston Salasiwa og var staðan 1-0 í hálfleiknum.
Liðsmenn Álasund mættu þó tvíelfdir til leiks í seinni hálfleikinn og fengu dæmda vítaspyrnu á 54. mínútu. Á punktinn steig Hólmert Aron sem skoraði af öryggi og jafnaði leikinn fyrir sína menn.
Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og því 1-1 lokatölur í þessum leik.
Hólmbert spilaði allan leikinn í liði Álasund en eftir leikinn er liðið á toppi næst efstu deildar í Noregi með 36 stig.
Hólmbert skoraði í jafntefli Álasund
Dagur Lárusson skrifar
