Eric Dier: Erum loksins búnir að bæta fyrir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 09:00 Risastór stund fyrir íslenska fótboltalandsliði en mjög mikil vonbrigði fyrir enska landsliðið. Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016. Vísir/Getty Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira