Óæskilegur í Póllandi og var því stöðvaður í Leifsstöð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2018 11:15 Richard Spencer er þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Hann sést hér í átökum við lögreglu í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra eftir fjöldafund sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenns héldu til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Vísir/getty Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, er bannað að koma aftur til Póllands samkvæmt skráningu í Schengen-kerfið. Sú skráning gildir fyrir allt Schengen-svæðið og var Spencer því stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku og snúið aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en Spencer sagði frá því í viðtali við AP-fréttastofuna á föstudag að hann hefði verið stöðvaður í Leifsstöð á leið sinni til Svíþjóðar og gert að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sigurgeir segir að Spencer hafi komið hingað til lands að morgni miðvikudagsins 4. júlí og hann hafi farið aftur til Bandaríkjanna síðdegis sama dag. „Þetta er bara ósköp venjuleg skráning í Schengen-upplýsingakerfið. Honum var einhvern tímann brottvísað frá Póllandi og bannað að koma þangað aftur og þá gildir sú skráning fyrir allt Schengen. Það er bara eðli Schengen-samstarfsins að ef þú ert brottrækur úr einu landi samstarfsins þá gildir það fyrir þau öll. Þannig að þegar hann lendir hér og ætlar áfram til Evrópu þá gengur það ekkert upp. Hann er í banni á Evrópusvæðinu og það er pólsk skráning, það er rétt. Þetta er ekki beinlínis beiðni heldur bara skráning í kerfinu. Hann er óæskilegur í Póllandi og þar með öllu Schengen-svæðinu,“ segir Sigurgeir.Nokkuð algengt að fólk sé stöðvað í Leifsstöð og snúið við þaðan sem það kom Aðspurður hvernig ferlið er hjá yfirvöldum á flugvellinum þegar svona mál koma upp segir hann að rætt sé við fólk og frekari upplýsinga aflað úr kerfinu í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Síðan er hann bara stoppaður og ekki hleypt yfir landamærin. Hann er ekkert handtekinn heldur bara geymdur á þessu svæði á flugvellinum sem er svokallað Non Schengen-svæði, brottfarir til Bandaríkjanna og Bretlands. Svo tekur hann bara vél til Bandaríkjanna sama dag, þaðan sem hann kom.“ Sigurgeir segir að það sé nokkuð algengt að stöðva þurfi fólk á flugvellinum og snúa því aftur við þaðan sem það kom vegna þess að það megi ekki koma inn á Schengen-svæðið. „Já, það er nokkuð algengt og líka að fólk sé að koma frá Bandaríkjunum eða Kanada en má ekki fara inn til Evrópu en er ekki með rétt skilríki, er ekki með vegabréfsáritanir. Það er kannski með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og heldur að það megi fara út um allt en svo kemur í ljós hér hjá okkur að það má ekki fara inn til Evrópu og þá er því snúið við. Þetta er orðið nánast daglegt brauð,“ segir Sigurgeir. Tengdar fréttir Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, er bannað að koma aftur til Póllands samkvæmt skráningu í Schengen-kerfið. Sú skráning gildir fyrir allt Schengen-svæðið og var Spencer því stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku og snúið aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en Spencer sagði frá því í viðtali við AP-fréttastofuna á föstudag að hann hefði verið stöðvaður í Leifsstöð á leið sinni til Svíþjóðar og gert að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sigurgeir segir að Spencer hafi komið hingað til lands að morgni miðvikudagsins 4. júlí og hann hafi farið aftur til Bandaríkjanna síðdegis sama dag. „Þetta er bara ósköp venjuleg skráning í Schengen-upplýsingakerfið. Honum var einhvern tímann brottvísað frá Póllandi og bannað að koma þangað aftur og þá gildir sú skráning fyrir allt Schengen. Það er bara eðli Schengen-samstarfsins að ef þú ert brottrækur úr einu landi samstarfsins þá gildir það fyrir þau öll. Þannig að þegar hann lendir hér og ætlar áfram til Evrópu þá gengur það ekkert upp. Hann er í banni á Evrópusvæðinu og það er pólsk skráning, það er rétt. Þetta er ekki beinlínis beiðni heldur bara skráning í kerfinu. Hann er óæskilegur í Póllandi og þar með öllu Schengen-svæðinu,“ segir Sigurgeir.Nokkuð algengt að fólk sé stöðvað í Leifsstöð og snúið við þaðan sem það kom Aðspurður hvernig ferlið er hjá yfirvöldum á flugvellinum þegar svona mál koma upp segir hann að rætt sé við fólk og frekari upplýsinga aflað úr kerfinu í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Síðan er hann bara stoppaður og ekki hleypt yfir landamærin. Hann er ekkert handtekinn heldur bara geymdur á þessu svæði á flugvellinum sem er svokallað Non Schengen-svæði, brottfarir til Bandaríkjanna og Bretlands. Svo tekur hann bara vél til Bandaríkjanna sama dag, þaðan sem hann kom.“ Sigurgeir segir að það sé nokkuð algengt að stöðva þurfi fólk á flugvellinum og snúa því aftur við þaðan sem það kom vegna þess að það megi ekki koma inn á Schengen-svæðið. „Já, það er nokkuð algengt og líka að fólk sé að koma frá Bandaríkjunum eða Kanada en má ekki fara inn til Evrópu en er ekki með rétt skilríki, er ekki með vegabréfsáritanir. Það er kannski með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og heldur að það megi fara út um allt en svo kemur í ljós hér hjá okkur að það má ekki fara inn til Evrópu og þá er því snúið við. Þetta er orðið nánast daglegt brauð,“ segir Sigurgeir.
Tengdar fréttir Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent