Capello spáir því að England vinni Frakka í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 14:30 Fabio Capello og ensku heimsmeistararnir frá 1966. Vísir/Samsett/Getty Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira