Óli Jóh: Setjum mikið púður í þetta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 12:30 Ólafur Jóhannesson var léttur í lund í gær Mynd/Stöð2 Sport Valur mætir Rosenborg í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir markmiðið að halda markinu hreinu. „Stemmingin er mjög góð. Þetta er það sem alla fótboltamenn á Íslandi dreymir um, að fá að taka þátt í Evrópukeppninni, og þessi tími árs hjá okkur er alltaf mjög skemmtilegur,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi fyrir leikinn í Fjósinu á Hlíðarenda í gær. „Við höfum nálgast þessa leiki á margan hátt. Stundum höfum við bara farið og látið vaða á okkar fótbolta en núna ætlum við að reyna að verjast vel og halda markinu okkar hreinu.“ „Við höfum fengið á okkur mörk í heimaleikjunum undan farin ár og ætlum að reyna að loka fyrir það núna. Við setjum mikið púður í þetta.“ Tvísýnt er með þáttöku Hauks Páls Sigurðssonar, fyrirliða Vals, í leiknum en ákvörðun um það hvort hann spili leikinn verður tekin í dag. Dion Acoff er enn ekki orðinn leikfær. „Allir aðrir eru heilir og tilbúnir þannig að ég get stillt upp mínu sterkasta liði.“ „Birkir kemur virkilega ferskur heim af HM, við vorum svolítið hræddir um það að það yrði smá sjokk fyrir hann en var það alls ekki og hann þekkir Norðmennina inn og út svo þetta verður gaman fyrir hann,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Leikur Vals og Rosenborg hefst klukkan 20:00 á Hlíðarenda og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Valur mætir Rosenborg í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir markmiðið að halda markinu hreinu. „Stemmingin er mjög góð. Þetta er það sem alla fótboltamenn á Íslandi dreymir um, að fá að taka þátt í Evrópukeppninni, og þessi tími árs hjá okkur er alltaf mjög skemmtilegur,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi fyrir leikinn í Fjósinu á Hlíðarenda í gær. „Við höfum nálgast þessa leiki á margan hátt. Stundum höfum við bara farið og látið vaða á okkar fótbolta en núna ætlum við að reyna að verjast vel og halda markinu okkar hreinu.“ „Við höfum fengið á okkur mörk í heimaleikjunum undan farin ár og ætlum að reyna að loka fyrir það núna. Við setjum mikið púður í þetta.“ Tvísýnt er með þáttöku Hauks Páls Sigurðssonar, fyrirliða Vals, í leiknum en ákvörðun um það hvort hann spili leikinn verður tekin í dag. Dion Acoff er enn ekki orðinn leikfær. „Allir aðrir eru heilir og tilbúnir þannig að ég get stillt upp mínu sterkasta liði.“ „Birkir kemur virkilega ferskur heim af HM, við vorum svolítið hræddir um það að það yrði smá sjokk fyrir hann en var það alls ekki og hann þekkir Norðmennina inn og út svo þetta verður gaman fyrir hann,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Leikur Vals og Rosenborg hefst klukkan 20:00 á Hlíðarenda og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira