Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15