Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Félag Þorsteins Más Baldvinssonar er stærsti eigandi Traðarhyrnu. Vísir Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. Samkvæmt ársreikningi fjárfesti Traðarhyrna fyrir 1,7 milljarða króna í flugfélaginu og er markaðsvirði bréfanna nú um einn milljarður króna. Félagið skuldaði tæplega 250 milljónir króna við kaupin og var eiginfjárhlutfallið 86 prósent á þeim tíma. Miðað við sömu skuldsetningu er eiginfjárhlutfallið nú um 80 prósent. Eftir afkomuviðvörun Icelandair Group við upphaf árs í fyrra féllu bréfin um 25 prósent og Kvika banki setti saman hóp fjárfesta sem fjárfesti í flugfélaginu. Hlutabréfin höfðu þá lækkað um 60 prósent frá hátindi vorið 2016 fram að miðjum febrúar. Skömmu síðar var efnt til aðalfundar Icelandair Group og Ómar Benediktsson, hluthafi í Traðarhyrnu, kjörinn varaformaður stjórnar.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hluthafar Traðarhyrnu eru fjórtán. Stærsti hluthafinn, með 20 prósent, er Traðarsteinn í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans. Fjórir hluthafar eiga 10,5 prósent. Um er að ræða NT í eigu fyrrnefnds Ómars, Snæból í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og eiginkonu, Gana í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og Kvika banki. S9 í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen athafnamanns, á 5,6 prósent líkt og Q44 sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir á 4,6 prósent í eigin nafni. Þrír hluthafar eiga 3,5 prósenta hlut: Þeir eru Konkrít í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra ÞG Verks, og eiginkonu hans, Langhlaup í eigu Óttars Þórarinssonar, fyrrverandi hluthafa í FoodCo, og fagfjárfestasjóðurinn Mylla undir stjórn Júpíters, sjóðsstýringar Kviku. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. Samkvæmt ársreikningi fjárfesti Traðarhyrna fyrir 1,7 milljarða króna í flugfélaginu og er markaðsvirði bréfanna nú um einn milljarður króna. Félagið skuldaði tæplega 250 milljónir króna við kaupin og var eiginfjárhlutfallið 86 prósent á þeim tíma. Miðað við sömu skuldsetningu er eiginfjárhlutfallið nú um 80 prósent. Eftir afkomuviðvörun Icelandair Group við upphaf árs í fyrra féllu bréfin um 25 prósent og Kvika banki setti saman hóp fjárfesta sem fjárfesti í flugfélaginu. Hlutabréfin höfðu þá lækkað um 60 prósent frá hátindi vorið 2016 fram að miðjum febrúar. Skömmu síðar var efnt til aðalfundar Icelandair Group og Ómar Benediktsson, hluthafi í Traðarhyrnu, kjörinn varaformaður stjórnar.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hluthafar Traðarhyrnu eru fjórtán. Stærsti hluthafinn, með 20 prósent, er Traðarsteinn í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans. Fjórir hluthafar eiga 10,5 prósent. Um er að ræða NT í eigu fyrrnefnds Ómars, Snæból í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og eiginkonu, Gana í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og Kvika banki. S9 í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen athafnamanns, á 5,6 prósent líkt og Q44 sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir á 4,6 prósent í eigin nafni. Þrír hluthafar eiga 3,5 prósenta hlut: Þeir eru Konkrít í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra ÞG Verks, og eiginkonu hans, Langhlaup í eigu Óttars Þórarinssonar, fyrrverandi hluthafa í FoodCo, og fagfjárfestasjóðurinn Mylla undir stjórn Júpíters, sjóðsstýringar Kviku.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00