Leifar af fellibyl gætu hrellt landsmenn um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:59 Chris er annar fellibylurinn sem myndast á Atlantshafi í ár. Vísir/AP Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira