Leifar af fellibyl gætu hrellt landsmenn um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:59 Chris er annar fellibylurinn sem myndast á Atlantshafi í ár. Vísir/AP Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira