Sumarmessan: Þegar Rúrik Gísla mætti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 14:00 Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira