Danskur landsliðsmaður inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Lukas Lerager í stúkunni með kærustunni á HM. Hann fékk aðeins eina stutta innkomu. Vísir/Getty Danski landsliðsmaðurinn Lukas Lerager spilaði sögulega lítið á HM í fóbolta í Rússlandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslitin. Lukas Lerager spilaði aðeins í 81 sekúndu á mótinu eftir að hafa komið inná sem varamaður í leik á móti Frakklandi í riðlakeppninni. Lukas Lerager kom þá inná fyrir Thomas Delaney á annarri mínútu í uppbótartíma leiksins. Lerager náði aldrei að koma við boltann á þessum tíma en tölfræði FIFA segir að hann hafi hlaupið alls 198 metra. Lukas Lerager komst með þessum stutta leiktíma inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar. Hann skipar núna annað sæti listans.Las carreras más cortas en la historia de la Copa del Mundo: 1 Tim Krul : jugó 48 segundos (más una tanda de penaltis) en 2014. 2️ LUKAS LERAGER : ha jugado 81 segundos en 2018. 3️ Marcelo Trobbiani : jugó 87 segundos en la final de 1986. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Hollenski markvörðurinn Tim Krul spilaði bara 48 sekúndur árið 2014 þegar hann kom inn rétt fyrir vítaspyrnukeppni á móti Kosta Ríka þar sem hann síðan varði tvær spyrnur. Holland vann vítakeppnina en Krul spilaði ekki meira í mótinu. Þar sem að Tim Krul tók líka þátt í vítakeppninni þá er alveg hægt að rökstyðja það að hann hafi í raun spilað lengur en Lukas Lerager og að danski strákurinn ætti því að eiga þetta HM-met. Tölfræðilega er hann engu að síðustu í 2. sætinu á eftir Tim Krul . Lerager fór aftur á móti uppfyrir Argentínumanninn Marcelo Trobbiani. Trobbiani á samt eina frægustu innkomu allra tíma á HM. Einu sekúndurnar sem hann spilaði á HM voru nefnilega 87 síðustu sekúndurnar í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Marcelo Trobbiani kom einu sinni við boltann í leiknum en hann átti þá hælspyrnu á félaga sinn í argentínska landsliðinu. Lukas Lerager er 24 ára miðjumaður og leikmaður Bordeaux í Frakklandi. Leikurinn á móti Frökkum var hans fimmti landsleikur á ferlinum. Til fróðleiks þá var það Arnór Ingvi Traustason sem spilaði minnst af íslensku strákunum á HM af þeim sem komu eitthvað við sögu. Arnór Ingvi spilaði í fjórar mínútur og 56 sekúndur eftir að hann kom inná fyrir Birki Bjarnason í leiknum á móti Króatíu. Albert Guðmundsson spilaði í 9 mínútur og 24 sekúndur á móti Króötum.Lukas Lerager í leiknum á móti Frökkum.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Lukas Lerager spilaði sögulega lítið á HM í fóbolta í Rússlandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslitin. Lukas Lerager spilaði aðeins í 81 sekúndu á mótinu eftir að hafa komið inná sem varamaður í leik á móti Frakklandi í riðlakeppninni. Lukas Lerager kom þá inná fyrir Thomas Delaney á annarri mínútu í uppbótartíma leiksins. Lerager náði aldrei að koma við boltann á þessum tíma en tölfræði FIFA segir að hann hafi hlaupið alls 198 metra. Lukas Lerager komst með þessum stutta leiktíma inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar. Hann skipar núna annað sæti listans.Las carreras más cortas en la historia de la Copa del Mundo: 1 Tim Krul : jugó 48 segundos (más una tanda de penaltis) en 2014. 2️ LUKAS LERAGER : ha jugado 81 segundos en 2018. 3️ Marcelo Trobbiani : jugó 87 segundos en la final de 1986. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Hollenski markvörðurinn Tim Krul spilaði bara 48 sekúndur árið 2014 þegar hann kom inn rétt fyrir vítaspyrnukeppni á móti Kosta Ríka þar sem hann síðan varði tvær spyrnur. Holland vann vítakeppnina en Krul spilaði ekki meira í mótinu. Þar sem að Tim Krul tók líka þátt í vítakeppninni þá er alveg hægt að rökstyðja það að hann hafi í raun spilað lengur en Lukas Lerager og að danski strákurinn ætti því að eiga þetta HM-met. Tölfræðilega er hann engu að síðustu í 2. sætinu á eftir Tim Krul . Lerager fór aftur á móti uppfyrir Argentínumanninn Marcelo Trobbiani. Trobbiani á samt eina frægustu innkomu allra tíma á HM. Einu sekúndurnar sem hann spilaði á HM voru nefnilega 87 síðustu sekúndurnar í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Marcelo Trobbiani kom einu sinni við boltann í leiknum en hann átti þá hælspyrnu á félaga sinn í argentínska landsliðinu. Lukas Lerager er 24 ára miðjumaður og leikmaður Bordeaux í Frakklandi. Leikurinn á móti Frökkum var hans fimmti landsleikur á ferlinum. Til fróðleiks þá var það Arnór Ingvi Traustason sem spilaði minnst af íslensku strákunum á HM af þeim sem komu eitthvað við sögu. Arnór Ingvi spilaði í fjórar mínútur og 56 sekúndur eftir að hann kom inná fyrir Birki Bjarnason í leiknum á móti Króatíu. Albert Guðmundsson spilaði í 9 mínútur og 24 sekúndur á móti Króötum.Lukas Lerager í leiknum á móti Frökkum.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira