Ögrar Vopnfirðingum til að hreyfa sig úti í náttúrunni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 14:30 Bjarney Guðrún Jónsdóttir, íþróttafræðingur á Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15